Segja Marel verulega undirverðlagt

Marel.
Marel. Morgunblaðið/Ómar

Hlutabréfavirði Marel ætti að vera um 386 krónur á hlut samkvæmt nýrri greiningu IFS, en við lok markaða í gær var gengi fyrirtækisins 305 krónur á hlut. Miðað við þessa greiningu telur IFS gengi Marels verulega undirverðlagt  og meta þeir virði bréfanna 27% yfir markaðsvirði.

Í greiningunni er vísað til þess að niðurstöður síðasta ársfjórðungs 2016 hafi verið mun betri en gert hafi verið ráð fyrir. Meðal annars hafi EBITDA verið 23% yfir væntingum og pöntunarbók félagsins hafi einnig verið sterkari en reiknað var með.

Horft eitt ár fram í tímann telur IFS að horfur Marel séu jafnvel enn betri en núverandi staða og spá þeir því að gengi félagsins hækki um 40% miðað við núverandi markaðsvirði. Segir í greiningunni að meðal annars sé horft til þess að afkoma fiskihluta fyrirtækisins muni batna með tilkomu samstarfs við Lerøy í Noregi.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK