5.000 ný störf hjá Amazon í Bretlandi

Úr vöruhúsi Amazon í Bretlandi.
Úr vöruhúsi Amazon í Bretlandi. AFP

Vefverslunarrisinn Amazon ætla að búa til 5.000 full störf í Bretlandi á árinu. Að sögn fyrirtækisins verða störfin af ýmsum toga, allt frá forriturum til lagerstarfsmanna.

Störfin verða í höfuðstöðvum Amazon í Lundúnum en einnig í Edinborg og þremur nýjum vöruhúsum í Tilbury, Doncaster og Daventry. Með nýju störfunum verða starfsmenn Amazon í Bretlandi rúmlega 24.000 talsins.

Nýju vöruhúsin eru til þess að koma til móts við gríðarlegan vöxt Amazon í Bretlandi og mun jafnframt sjá um sendingar frá þriðju aðilum sem selja vörur í gegnum Amazon og nota sendingaþjónustu fyrirtækisins.

Bretland er næst stærsti markaður Amazon utan Bandaríkjanna en Þýskaland er sá stærsti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK