Hefja siglingar til Helsingborgar

Skrifstofa félagsins mun flytja í næsta nágrenni hafnarinnar til að …
Skrifstofa félagsins mun flytja í næsta nágrenni hafnarinnar til að vera í meiri nálægð við gámavöll og skipakomur. Vöruhúsi verður komið upp nálægt höfninni þar sem lestun og losun gáma fer fram. Síðasta viðkoma rauðu leiðarinnar í Halmstad verður þann 27. apríl næstkomandi.

Eimskip hefur ákveðið að hefja siglingar til Helsingborgar í Svíþjóð frá og með 4. maí næstkomandi. Félagið mun á sama tíma hætta siglingum til Halmstad þar sem það hefur haft viðkomur undanfarin ár. Færslan til Helsingborgar er sögð vera liður í stöðugri uppbyggingu á siglingakerfi félagsins, en með breytingunni komast viðskiptavinir í enn betri tengingu við aðra markaði og önnur skipafélög. Mikil aukning hefur verið í flutningum á milli Íslands og Svíþjóðar, til og frá Færeyjum og í Atlantshafsflutningum til og frá Norður-Ameríku. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Þar segir að skrifstofa félagsins muni jafnframt flytja í næsta nágrenni hafnarinnar til að vera í meiri nálægð við gámavöll og skipakomur. Vöruhúsi verður komið upp nálægt höfninni þar sem lestun og losun gáma fer fram. Síðasta viðkoma rauðu leiðarinnar í Halmstad verður þann 27. apríl næstkomandi.

„Flutningurinn til Helsingborgar í Svíþjóð er mikilvægt skref til að efla enn frekar þjónustu við viðskiptavini Eimskips. Hafnaryfirvöld hafa fjárfest mikið á undanförnum árum í umgjörð hafnarinnar og hefur höfnin nú yfir að ráða hátæknivæddu hafnarsvæði sem auka mun áreiðanleika þjónustunnar. Uppbyggingin hefur meðal annars leitt til aukinnar geymslugetu á hitastýrðum gámum og hefur öll meðhöndlun og þjónusta þeim tengdum verið efld. Gámahöfnin í Helsingborg er sú fjórða stærsta í Skandinavíu,“ segir í tilkynningu.

Vitnað er í Gylfa Sigfússon, forstjóra Eimskipa, sem segir flutninginn til Helsingborgar skipta miklu máli fyrir framtíðaruppbyggingu Eimskips á siglingakerfi félagsins.

„Höfnin í Helsingborg opnar betri möguleika fyrir viðskiptavini okkar,  bæði hvað varðar inn- og útflutning til og frá Íslandi, Færeyjum og Norður-Ameríku. Við fögnum því að hafa náð góðu samkomulagi við hafnaryfirvöld í Helsingborg og tökum fagnandi þeim tækifærum sem opnast við þessa breytingu. Á sama tíma kveðjum við Halmstad eftir gott samstarf undanfarin ár,“ er haft eftir Gylfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK