Olíusjóðurinn hagnaðist um 5.715 milljarða

Olíuborpallar í Norðursjó.
Olíuborpallar í Norðursjó.

Norski olíusjóðurinn, stærsti fjárfestingasjóður í heimi, hagnaðist gríðarlega á síðasta ári, einkum vegna hækkunar á mörkuðum eftir kosningasigur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Noregs.

Ávöxtun sjóðsins var 6,9% í fyrra, sem nemur 447 milljörðum norskra króna eða tæpum 5.715 milljörðum íslenskra króna.

Verðmæti sjóðsins er nú talið nema 7,51 billjón norskra króna.

Stjórn Seðlabankans er ánægð með góðan árangur síðasta árs og undanfarinna missera, sagði seðlabankastjórinn Øysten Olsen á blaðamannafundi í dag.

Sjóðnum var komið á fót á tíunda áratugnum og er ætlað að fjármagna framtíðarþarfir velferðarríkisins með því að ávaxta það fé sem olíuvinnsla hefur aflað ríkinu. Hann hefur rúmlega tvöfaldast á síðustu fimm árum.

Norska ríkisstjórnin tók á síðasta ári í fyrsta skipti meira út úr sjóðnum en hún lagði í hann, en samtals tók hún út 101 milljarð norskra króna, eða tæpan fjórðung af heildarávöxtun ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK