Sigurþór kaupir Iceland Review

Félagið MD Reykjavik hefur keypt ferðaútgáfuhluta Heims. Félagið er í …
Félagið MD Reykjavik hefur keypt ferðaútgáfuhluta Heims. Félagið er í eigu Sigurþórs Marteins Kjartanssonar og rekur What's On. Mynd/What's On

Ferðaútgáfuhluti útgáfufélagsins Heims hefur verið seldur til félagsins MD Reykjavík sem gefur út blaðið What's On og er í eigu Sigurþórs Marteins Kjartanssonar. Í kaupunum felst meðal annars tímaritið Iceland Review.

Tímaritin Frjáls verslun og Vísbending verða áfram hjá Heimi.

Iceland Review er elsta ferðatímarit landsins og hefur það verið gefið út frá árinu 1963. What's On rekur meðal annars upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn og gefur út samnefnt tímarit.

„Þetta eru góðir menn að kaupa góð blöð,“ segir Jóhannes Benediktsson, útgefandi Iceland Review, sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig nánar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK