„Straujárnið“ í Reykjavík birtist

Hafnarstræti 19 hefur tekið á sig nýja mynd.
Hafnarstræti 19 hefur tekið á sig nýja mynd. Mynd/Twitter/Dagur B. Eggertsson

Gaman að sjá fyrsta „straujárn“ borgarinnar birtast við Hafnarstrætið. Þetta verður geggjað,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur á Twitter, og lýsir ánægju sinni með hótelframkvæmdir í Hafnarstræti.

Byggingin við Hafnarstræti 17-19 mun hýsa hótelið „Reykjavik Consulate Hotel“ á vegum Hilton Curio og Icelandair Hotels. 

Eigandi hússins er félagið Suðurhús ehf., sem er í eigu Skúla Gunn­ars Sig­fús­son­ar, sem kenndur er við Subway, og fjöl­skyldu. Fjárfestingin í framkvæmdunum nemur alls um þrem­ur millj­örðum króna. Icelandair Hotels er með 20 ára leigusamning. 

Með „straujárninu“ vísar Dagur væntanlega til hinnar víðfrægu „Flatiron“ byggingar í New York.

Hafnarstræti 19 fyrir breytingar.
Hafnarstræti 19 fyrir breytingar. Skjáskot/ja.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK