Nasdaq leiðbeinir um samfélagsábyrgð

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Kauphallir Nasdaq á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum hafa gefið út valfrjálsar leiðbeiningar til stuðnings skráðum fyrirtækjum sem vilja birta upplýsingar um mælikvarða þeirra varðandi samfélagsábyrgð; eða umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti.

„Mörg þeirra fyrirtækja sem skráð eru á Nasdaq á Norðurlöndunum og í Eystrasaltríkjunum eru nú þegar leiðandi á alþjóðavísu þegar kemur að birtingu upplýsinga um sjálfbærni og nokkur íslensk fyrirtæki eru þar á meðal,“  er haft eftir Páli Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, í tilkynningu.

„Okkar markmið með útgáfu á þessum leiðbeiningum er að beina athygli fyrirtækja að  samfélagsábyrgð, en ekki síst að hvetja þau til dáða og styðja þau í því verkefni að takast á við mikilvæg samfélagsleg málefni. Þetta verkefni styður vel við markmið Nasdaq Nordic um að bjóða upp á umgjörð sem stuðlar að sanngjarnari, gagnsærri og skilvirkari markaði fyrir alla hagsmunaaðila.“

Leiðbeiningar í boði

Birting á ESG upplýsingum verður ekki skylda fyrir skráð fyrirtæki, en Nasdaq Nordic hefur útbúið leiðbeiningarnar til að aðstoða skráð félög sem hafa einsett sér að birta slíkar upplýsingar. Þær eru því valfrjálsar og óskuldbindandi og er ekki ætlað að keppa við, leysa af hólmi eða bæta neinu við þá ramma um birtingar sem þegar eru við lýði.

Leiðbeiningarnar endurspegla núverandi ráðleggingar sem gefnar voru út árið 2015 af Sameinuðu þjóðunum og samtökum um sjálfbærar kauphallir, vinnuhópi kauphalla um sjálfbærni hjá Alheimssamtökum kauphalla og önnur viðurkennd viðmið um birtingu ESG upplýsinga, ásamt Evróputilskipunum um birtingu sjálfbærniupplýsinga.

Viðbót fyrir hvern markað

„Til að styðja okkur í þeirri vegferð að ná fram betri og víðtækari birtingu ESG upplýsinga sem leiðir til bættra markaða, bjóðum við skráðum fyrirtækjum, fjárfestum og öðrum hagsmunaðilum að koma á framfæri ábendingum um slíka upplýsingagjöf og um leiðbeiningarnar. Við munum einnig íhuga viðauka við leiðbeiningarnar sem snúa að hverjum og einum okkar sjö markaða til að tryggja betri framkvæmd,“ er haft eftir Adam Kostyál, framkvæmdastjóra hjá Nasdaq og yfirmanni skráninga í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK