Tjón á veitingastað Gunnars Karls

Gunnar Karl Gíslason.
Gunnar Karl Gíslason. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Michel­in-stjörnu veitingastaðnum Agern á Grand Central Station í New York hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem hann liggur undir vatnsskemmdum. Staðurinn er í eigu íslenska matreiðslumannsins Gunnars Karls Gíslasonar og danska sjónvarpskokksins Claus Meyer.

Gunnar segir að stór vatnslögn fyrir ofan staðinn hafi verið skorin í sundur í framkvæmdum fyrir ofan staðinn. Hann segir vatn hafa frussast úr hverju einasta gati á lofti og veggjum. Ástandið hafi verið svakalegt á tímabili.

Þar að auki fór allt rafmagn af staðnum í kjölfarið og var það ekki til að bæta ástandið að sögn Gunnars.

Er staðurinn núna fullur af fimmtíu blásurum sem vinna að því að þurrka rýmið og er áætlað að það taki um þrjá til fjóra daga. Að því loknu verður lagt mat á skemmdirnar og áætlað hversu langan tíma þurfi til að endurbyggja. Að sögn Gunnars gæti það tekið vikur eða mánuði.

Hann segir mikið af fölskum veggjum og loftum á staðnum sem fyllst hafi af vatni. Búið sé að bora óteljandi göt til að flýta fyrir þornun. Gæti farið svo að endurbyggja þurfi stóran hluta af staðnum.

Vatn frussaðist um allan staðinn að sögn Gunnars.
Vatn frussaðist um allan staðinn að sögn Gunnars. Mynd/Facebook/Gunnar Karl

Sorglegt að vísa gestum frá

Agern var opnaður í byrjun síðasta árs og hefur hlotið mikið lof í fjölmiðlum ytra. Þá hlaut Gunnar Karl  Michel­in-stjörnu fyrir veitingahúsið í lok síðasta árs en hann stofnaði einnig Dill á Íslandi sem hlaut Michel­in-stjörnu á dögunum.

Gunnar segir ástandið ömurlegt í ljósi þess hversu vel hefur gengið. Staðurinn hafi fengið frábæra dóma í New York Tomes og hlotið Michelin-stjörnu á fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Sorglegt sé því að senda alla þá sem áttu bókað borð á nærliggjandi veitingastaði.

Agern er á Grand Central Station í New York og …
Agern er á Grand Central Station í New York og var lagt mikið í hönnun staðarins. Mögulega þarf að endurbyggja staðinn að miklu leyti eftir tjónið. Eater NY
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK