Skuldir ríkissjóðs lækka um 4% af VLF

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. mbl.is/Rax

„Ég er himinlifandi yfir þessu og mér heyrist allir vera það, sem ég hef rætt við,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, í samtali við mbl.is. Tilefnið er kaup ríkissjóðs á skuldabréfum sem gefin voru út árið 2012.

„Þetta er skuldabréfaútgáfa frá árinu 2012, með 5,875% vöxtum í bandaríkjadölum. Þetta eru mjög háir vextir á þessum bréfum og þau eru svona með einna hæstu vextina af skuldabréfum ríkissjóðs,“ segir Benedikt.

„Við höfum verið að borga niður skuldir eins og við höfum getað. Þarna settum við út tilboð á miðvikudaginn var og 88% eigenda bréfanna ákváðu að taka því. Þetta eru um það bil hundrað milljarðar króna, sem þýðir að við spörum á milli 5,5 og sex milljarða króna í vaxtagreiðslur sem hefði annars þurft að inna af hendi fram til ársins 2022.“

Rakin viðskipti

Skuldin var borguð niður með fjármagni sem ríkissjóður átti á 0,5% vöxtum hjá Seðlabankanum.

„Þetta voru því rakin viðskipti og mjög ánægjulegar fréttir fyrir alla,“ segir Benedikt og bætir við að með þessu lækki skuldir ríkissjóðs um um það bil 4% af vergri landsframleiðslu.

„Nettóskuldirnar minnka ekki því við áttum peninga fyrir þessu. En við erum að græða mismuninn á vöxtunum. Með þessu verður auðveldara fyrir okkur að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í ríkisrekstrinum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK