Gunnar Þór til ESA

Gunnar Þór Pétursson.
Gunnar Þór Pétursson.

Gunnar Þór Pétursson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Gunnar Þór tekur við stöðunni þann 1. maí nk. af Ólafi Jóhannesi Einarssyni.

Gunnar Þór er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sem og LL.M gráðu og doktorsgráðu frá Háskólanum í Lundi. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2002.

Gunnar Þór starfaði áður við lagadeild Háskólans í Reykjavík þar sem hann var prófessor í lögfræði og sérhæfði sig í Evrópurétti. Hann er einnig gestakennari við Háskólann í París (II) – Panthéon-Assas.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK