Landsbankinn tekur tilboðum í Vogabyggð

Vogabyggð.
Vogabyggð. Loftmynd - Reykjavíkurborg

Landsbankinn hefur tekið hæstu tilboðum sem bárust í allar níu eignir bankans á svæði 2 í Vogabyggð í Reykjavík. Tilboðin voru öll með fyrirvara um fjármögnun og á næstu vikum mun skýrast hvort tilboðsgjafar aflétti fyrirvörunum þannig að hægt verði að ljúka söluferlinu.

Eignirnar voru boðnar til sölu 23. mars sl. og frestur til að skila tilboðum rann út 19. apríl. Alls bárust 48 tilboð í eignirnar, þar af fimm sem voru í fleiri en eina eign. Bankinn hefur tekið hæstu tilboðum í eignirnar níu frá sjö félögum.

Vogabyggð afmarkast af Kleppsmýrarvegi, Sæbraut og Súðarvogi. Þar er fyrirhuguð mikil uppbygging á íbúðar- og atvinnuhúsnæði á næstu árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK