Fara ekki óvart á Ísfabrikkuna

Eigendur Hamborgarafabrikkunnar vildu að Ísfabrikkunni yrði gert að skipta um …
Eigendur Hamborgarafabrikkunnar vildu að Ísfabrikkunni yrði gert að skipta um nafn.

Neytendastofa féllst ekki á kröfu Nautafélagsins ehf., sem rekur Hamborgarafabrikkuna, um að félaginu Gjóna ehf. yrði bönnuð notkun á heitinu Ísfabrikkan. Ekki voru talin slík líkindi með auðkennum félaganna að það gæti valdi ruglingi.

Þá vísaði Neytendastofa jafnframt til þess veigamikla munar á starfsemi fyrirtækjanna að Nautafélagið starfar í Reykjavík og á Akureyri en Gjóna í Þrastarlundi á Selfossi. 

„Þrátt fyrir að fyrirtækin starfi bæði í veitingageiranum geta þau varla talist bjóða vöru sína og þjónustu á sama markaði. Nautafélagið hefur markaðssett sig sem hamborgarastað á meðan Gjóna virðist einungis selja ís,“ segir í úrskurði Neytendastofu.

„Þá er sá veigamikli munur á starfsemi aðilanna að fyrrnefnda félagið starfar í Reykjavík og á Akureyri en Gjóna í Þrastarlundi á Selfossi. Enda þótt talið yrði að slík líkindi væru með auðkennunum að ruglingi gæti valdið, girðir sú staðreynd með öllu fyrir að neytendur, sem kunna að ætla að sækja Hamborgarafabrikkuna heim, leggi leið sína fyrir misskilning á Ísfabrikkuna. Að öðru leyti liggur ekkert fyrir í gögnum málsins sem rennt gæti stoðum undir að ruglingshætta sé fyrir hendi,“ segir í úrskurðinum.

Hér má lesa ákvörðun Neytendastofu í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK