4 milljarða hagnaður hjá Högum

Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga. mbl.is/Árni Sæberg

Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári félagsins nam 4,036 milljörðum króna eða 5% af veltu. Vörusala nam 80,5 milljörðum en framlegð rekstrarársins var 24,8%.

Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam rúmum sex milljörðum króna en heildareignir samstæðunnar námu 30,1 milljarði í lok rekstarársins.

Handbært fé nam 2,4 milljörðum króna og eigið fé 17,4 milljörðum. Þá var eiginfjárhlutfall 57,8%.

Ársreikningurinn var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag en hann er fyrir rekstrarárið 1. mars 2016 til 28. febrúar 2017.

Söluaukning félagsins milli ára nam 2,7% en laun og launatengd gjöld hækkuðu um 685 milljónir eða 9,6%. Annar rekstrarkostnaður lækkaði m 177 milljónir króna sem að sögn Haga skýrist aðallega af lægri húsnæðiskostnaði vegna lokunar Debenhams og fækkunar fermetra hjá Hagkaup og Útilífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK