Icelandair á meðal óstundvísustu flugfélaga í Bretlandi

AFP

Air Transat, Icelandair og Norwegian Air eiga það sammerkt að vera óstundvísustu flugfélögin í Bretlandi samkvæmt niðurstöðu könnunar bresku neytendasamtakanna Which?

Greint er frá málinu á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir að samtökin hafi skoðað flugtíma 850.000 flugferða á 25 breskum flugvöllum og komist að þeirri niðurstöðu að aðeins 75% ferða hafi verið á réttum tíma.

Hollenska flugfélagið KLM var stundvísast samkvæmt könnun Which? og Qatar Airways fylgdi á eftir. 

Í frétt BBC segir, að Air Transat sé óstundvísasta flugfélagið, en aðeins 55% flugferða þeirra lentu innan 15 mínútna frá áætluðum lendingartíma. 

Þá segir að staðan hjá Icelandair og Norwegian hafi verið litlu skárri, eða 56% flugferða hjá íslenska flugfélaginu og 60% hjá því norska. 

Talsmaður Air Transat, sem er með höfuðstöðvar í Montreal í Kanada, segir að þessi óstundvísi sé ekki alfarið á ábyrgð flugfélagsins. Bent er á að í skýrslu Which? sé ekki tekið með í reikninginn þær tafir sem verði t.d. vegna veðurs eða atvika í flugstjórn á jörðu niðri. Það séu hlutir sem flugfélagið fái ekki ráðið við. Talsmaðurinn segir enn fremur að séu slík dæmi tekin út úr jöfnunni þá séu 78% flugferða Air Transat að lenda innan 15 mínútna frá áætluðum lendingartíma. 

Í frétt BBC segir enn fremur, að Icelandair hafi bent á að verkföll flugumferðarstjóra hafi haft áhrif á stundvísina sem og framkvæmdir sem hafa staðið yfir í Reykjavík. Gera má þó ráð fyrir að í frétt BBC hafi þarna verið átt við framkvæmdir sem standa yfir og hafa staðið yfir í Leifsstöð. 

Könnun Which?

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK