Búast við 15 þúsunds manns á dag í nýja IKEA-verslun

Lögregla í Columbus í Ohio-ríki Bandaríkjanna er nú þegar byrjuð að gera ráðstafanir fyrir opnun nýrrar IKEA-verslunar í borginni sem verður 7. júní. Lögregla hefur lagt til að fyrirtæki í nágrenninu leyfi starfsmönnum að vinna heiman frá fyrstu vikuna eftir að verslunin verður opnuð, vegna mikillar umferðar í kringum verslunina.  

Búist er við því að allt að 15.000 manns muni mæta í búðina daglega fyrstu vikuna eftir opnun. Lögregla býst við því að þurfa að loka nokkrum fráreinum af hraðbrautum á svæðinu en í frétt AP er vitnað í umferðarlögreglumanninn Paul Weiner sem segir að það væri aðeins gert í brýnni nauðsyn. Það hefur þó verið gert áður, m.a. vegna fótboltaleikja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK