Skeljungur eignast 10-11

Með kaupum Skeljungs á Basko verður til fyrirtæki með rúmlega …
Með kaupum Skeljungs á Basko verður til fyrirtæki með rúmlega 400 starfsmenn um land allt. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Samkomulag hefur náðst um að hefja samningaviðræður um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Basko. Undir rekstrarfélög Basko heyra m.a. 10-11 verslanirnar, Iceland verslanirnar, Háskólabúðirnar og Dunkin' Donuts.

Er áætlað að kaupverðið verði 2,2 milljarðar og verður það greitt að fullu með hlutabréfum í Skeljungi, að því er fram kemur í umfjöllun um kaup þessi í Morgunblaðinu í dag.

Árið 2014 gerðu félögin með sér samstarfssamning um rekstur 10-11 verslana við flestar eldsneytisstöðvar Skeljungs. Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, segir samstarfið hafa gengið vonum framar og að kaupin á Basko séu m.a. til þess gerð að flýta fyrir þeirri þróun sem verið hefur í samvinnu fyrirtækjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK