Ofbauð kröfur Fjármálaeftirlitsins

Reynir Grétarsson
Reynir Grétarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo, segir að sér hafi ofboðið kröfurnar sem Fjármálaeftirlitið gerði til Vátryggingafélags Íslands, VÍS, meðan hann var þar í stjórn.

„Eftirlitið gerði kröfur um að fá afrit af öllum fundargerðum stjórnar, endalausar skýrslur og upplýsingar um hitt og þetta. Það fer ótrúlega mikið af orku félagsins í að sinna þessari eftirlitsskyldu. Þetta gengur of langt að mínu mati. VÍS er að greiða 70 milljónir í eftirlitsgjald til FME árlega auk þess fjár sem eytt er í vinnu innanhúss við skýrslugerð og annað. Þetta veikir stoðir félagsins. Þegar heill bransi er dofinn af eftirlitinu fjarlægist menningin í fyrirtækinu viðskiptavininn sjálfan.“

Sjá viðtal við Reyni Grétarsson í heild í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK