Jákvæðar horfur hjá OR að mati Moody's

Að sögn Moody's hefur fjárhagur OR styrkst og er það …
Að sögn Moody's hefur fjárhagur OR styrkst og er það rakið til festu við framvindu Plansins, sem hleypt var af stokkunum árið 2011. mbl.is/Árni

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur breytt horfum í mati sínu á lánshæfi Orkuveitu Reykjavíkur í jákvæðar úr stöðugum. Einkunnin er áfram Ba2.

Í tilkynningu Moody‘s segir að ástæða betri horfa sé batnandi rekstrarafkoma, lækkandi skuldir og að sterkari lausafjárstaða síðustu ár. Þá séu nú vaxandi líkur á að OR standist kröfur um hærri lánhæfiseinkunn í náinni framtíð.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá OR.

Fjárhagur OR hefur styrkst, segir ennfremur í tilkynningu Moody‘s. Það rakið til festu við framvindu Plansins, sem hleypt var af stokkunum árið 2011. Mikil staðfesta stjórnenda við að fylgja því eftir leiddi til þess að markmiðum þess var náð talsvert áður en því lauk, í árslok 2016. Matsfyrirtækið á von á því að OR sýni áfram skynsemi í fjár- og áhættustýringu sem gefi fyrirtækinu gleggri sýn á fjármálin og geti gert OR kleift að draga úr áhættu vegna þróunar vaxta, gengis og álverðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK