Qatar Airways vill kaupa hlut í AA

Félagið greiðir að minnsta kosti 85 milljarða íslenskra króna fyrir …
Félagið greiðir að minnsta kosti 85 milljarða íslenskra króna fyrir 10% hlut í American Airways. AFP

Flugfélagið Qatar Airways vill kaupa 10% í flugfélaginu American Airlines og greiða fyrir það að minnsta kosti 808 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur 85 milljörðum íslenskra króna. Þessu greindi American Airlines frá í dag en hlutabréf í félaginu hafa hækkað um 3,5% í kjölfarið. 

Árið 2015 keypti Qatar Airlines 10% hlut í félagið IAG sem á m.a. British Airways og Iberia. Nokkrum mánuðum seinna stækkaði félagið hlut sinn upp í 20% og varð því stærsti hluthafi IAG.

Qatar Airways hefur átt erfitt síðustu vikur eftir að hópur landa á Persaflóaskaga slitu á öll tengsl við Katar. Þá bönnuðu stjórn­völd Sádi-Arabíu, Barien, Egyptalands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna allt flug til og frá Doha, höfuðborg­ar Kat­ar, en alþjóðaflug­völl­ur­inn þar er einn sá stærsti á Ar­ab­íu­skaga.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK