Meira yrði prentað af verðminni seðlum

Seðlabanki Íslands tekur ekki afstöðu til tillagna starfshópsins.
Seðlabanki Íslands tekur ekki afstöðu til tillagna starfshópsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meira yrði prentað af verðminni seðlum ef tillögurnar um að taka tíu þúsund króna seðilinn og fimm þúsund króna seðilinn úr umferð gengju eftir. Áhrif á peningamagn í umferð yrðu mjög lítil. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurnum mbl.is. 

Greint var frá til­lög­um starfs­hóps á veg­um fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins á mbl.is í gær um að tíu þúsund króna seðill­inn og fimm þúsund króna seðill­inn verði tekn­ir úr um­ferð. Mark­miðið er að sporna við skattsvik­um. Mbl.is lagði fjórir spurninga fyrir Seðlabanka Íslands í tengslum við málið. 

Tekur Seðlabankinn afstöðu til þess að 10 þúsund króna seðillinn og 5 þúsund króna seðillinn verði teknir úr umferð?

Seðlabanki Íslands setti tíu þúsund króna seðilinn í umferð til að auka hagkvæmni í seðlanotkun. Það hefur gengið eftir. Seðlabankinn, eins og flestir aðrir seðlabankar, hefur fylgt þeirri stefnu að mæta eftirspurn eftir seðlum og mynt, en reynir hvorki að letja né hvetja til hennar. Seðlabankinn mun kynna sér efni nýútkominnar skýrslu. Það þarf að meta kosti og galla seðlaframboðs heildstætt en ekki einungis út frá skattasjónarmiðum. Við það mat skiptir m.a. máli í hvaða mæli seðlaframboð hefur áhrif á skattaundanskot.

Hver yrðu áhrifin á peningamagn í umferð? Yrðu fleiri verðminni seðlar prentaðir til þess að vega upp á móti?

Áhrif á peningamagn í breiðum skilningi yrðu væntanlega mjög lítil. Eftirspurn eftir verðminni seðlum myndi aukast. Meira yrði því prentað af þeim.

Þegar 10 þúsund króna seðillinn var gefinn út árið 2013 sagði seðlabankinn að til­gang­ur­inn með út­gáfu seðils­ins væri að gera greiðslumiðlun á Íslandi hag­kvæm­ari, meðal ann­ars með því að fækka seðlum í um­ferð.  Hefur þetta borið árangur? Mætti þá vænta að greiðslumiðlun verði stirðari ef seðlarnir yrði teknir úr umferð?

Þessi stefna hefur borið árangur. Um þetta hefur m.a. verið fjallað í ritinu Fjármálainnviðir á síðustu árum.

Yrði þetta til þess að Seðlabankinn tapaði myndsláttuhagnaði og er hægt að meta hversu stórt tapið væri?

Þetta er matskennd spurning sem ekki er hægt að svara beint hér og nú. Myntsláttuhagnað er hægt að reikna með ýmsum hætti, hann er að jafnaði metinn talsvert meiri af seðlum en mynt en ekki hægt að sjá beint í bókhaldinu, heldur er þetta fremur hagfræðilega metin stærð og matskennt hugtak. Útistandandi reiðufé er í raun vaxtalaust lán sem bankinn tekur hjá þeim sem eiga reiðuféð. Bankinn greiðir hins vegar 4,5% vexti á rafrænar innstæður svo kostnaður bankans við að hætta að nota tíu þúsund og fimm þúsund króna seðla, að því gefnu að rafrænar innstæður vaxi að sama skapi, er 1,35 ma.kr. á ári m.v. núverandi vexti. En ef verðminni seðlum fjölgaði myndi þessi fjárhæð lækka að sama skapi

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK