Ivanka sökuð um að stela hönnun

Ivanka Trump þarf að bera vitni í dómssal útaf skóm.
Ivanka Trump þarf að bera vitni í dómssal útaf skóm. AFP

Ivanka Trump þarf að bera vitni í dómssal en ítalskur skóhönnuður heldur því fram að hönnunarfyrirtæki hennar hafi stolið hönnun hans.

Fyrirtækið Aquazurra Italia höfðaði mál gegn Trump og fyrirtæki hennar í júní 2016. Því er haldið fram að merkið hafi framleitt ódýrar eftirlíkingar af hönnun Aquazurra Italia. Lögsóknin snýr allra helst um skóinn „Wild Things“ og er því haldið fram að fyrirtæki Trump hafi hannað skóinn „Hettie“ útfrá „Wild Things“.

Lögmenn Trump hafa ítrekað neitað ásökunum ítalska fyrirtækisins og halda því m.a. fram að hönnun Aquazurra skorti nægan „aðgreinanleika“ til þess að vera vernduð af lögum. Lögmennirnir halda því einnig fram að lögsóknin sé til þess að auka umtal um ítalska fyrirtækið.

Trump hætti afskiptum af fyrirtækinu stuttu áður en faðir hennar, Donald Trump, tók við sem forseti Bandaríkjanna. Hún starfar nú í Hvíta húsinu sem ólaunaður ráðgjafi forsetans.

Lögmennirnir hennar voru á móti því að hún þyrfti að bera vitni í málinu þar sem hún „býr ekki yfir sérstökum upplýsingum um málið“ að þeirra sögn.

Þá héldu þeir því fram að ef Trump þyrfti að bera vitni væri það óþarfa truflun frá mikilvægum störfum hennar í Hvíta húsinu. Dómarinn komst þó að þeirri niðurstöðu að Trump þyrfti að bera vitni en að vitnisburðurinn yrði tekinn í Washington D.C., þar sem Trump er nú búsett, mætti ekki taka meira en tvo tíma og þyrfti að vera búinn að fara fram í október.

Frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK