Saurgerlar fundust í klökum kaffihúsa

Costa-kaffihús í Bretlandi.
Costa-kaffihús í Bretlandi. Af Wikipedia

Saurgerlar fundust í klökum á kaffihúsum stærstu kaffihúsakeðja Bretlands í rannsókn BBC. Skoðuð voru sýni úr drykkjum frá Costa Coffee, Starbucks og Caffe Nero sem innihéldu klaka og fundust saurgerlar í nokkuð stórum hluta þeirra. 

Í sjö af tíu sýnum á klaka frá Costa fundust saurgerlar en hlutfallið var aðeins skárra hjá hinum keðjunum eða þrjú af tíu.

Í samtali við BBC segir sérfræðingurinn Tony Lewis að niðurstöðurnar séu áhyggjuefni. „Þessir gerlar ættu ekki að finnast í neinu magni, hvað þá í svona miklu,“ sagði hann.

Þá var einnig skoðað hversu hrein borð, bakkar og stólar voru á 30 kaffihúsum keðjanna.

Costa hefur í kjölfar rannsóknarinnar greint frá því að nú stæði yfir endurskoðun á reglum um meðhöndlun á klaka á kaffihúsunum og að von væri á nýjum búnaði til þess að geyma klakann. Starbucks sagðist vera að hefja einkarannsókn á málinu og sama sagði talsmaður Caffe Nero.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK