Fengu 90 milljónir í bónus á mann

Landsbanki Íslands.
Landsbanki Íslands. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fjórir stjórnendur eignarhaldsfélags gamla Landsbankans LBI, hafa fengið bónusgreiðslur sem nema á bilinu 350-370 milljónum króna. Eru bónusgreiðslurnar til komnar vegna fimm fyrirframgreiðslna Landsbankans, upp á um 110 milljarða króna frá því í fyrra haust.

Markaðurinn, viðskiptahluti Fréttablaðsins, greinir frá málinu í dag og segir þá Ársæll Hafsteinsson, framkvæmdastjóra félagsins, og Kolbein Árnason, stjórnarmann í LBI og fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, vera meðal þeirra sem hafa hlotið bónusgreiðslurnar.

Er þar sagt að þó að stjórnendur LBI hafi haft umtalsverða persónulega hagsmuni af því að Landsbankinn flýtti endurgreiðslu á skuld sinni við LBI, þá hafi þeir enga aðkomu eða áhrif haft á það að bankanum tókst að gera upp skuldina níu árum fyrir lokagjalddaga. Sú ráðstöfun bankans hafi engu að síður skilað þeim að meðaltali um 90 milljónum á mann í bónus.

Bónuspotturinn í heild sinni er þó sagður geta orðið mun hærri, gangi tilteknar forsendur eftir um endurgreiðslur til hluthafa LBI. Bónuspotturinn í heild geti þannig orðið um tveir milljarðar, sem  jafngildi um einu prósenti af heildareignum félagsins þegar bónuskerfinu var komið á í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka