Miðasala Herjólfs undir Sæferðir

Eimskip hefur sameinað fjórar ferjur undir eina heimasíðu.
Eimskip hefur sameinað fjórar ferjur undir eina heimasíðu. Logo/Eimskip

Eimskip hefur sameinað miðasölu fjögurra ferja undir einu merki. Að sögn Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, var þetta gert til hagræðingar fyrir ferðamenn.

Ferjurnar fjórar eru: Herjólfur, Baldur, Særún og Akranes. Eimskip á félagið Sæferðir sem rekur Baldur, Særúnu og Akranes en Eimskip er áfram rekstraraðili Herjólfs. Ólafur segir í samtali við mbl.is miðasölu hafa verið ruglingslega fyrir erlenda ferðamenn og því hafi verið tekin ákvörðun um það að einfalda söluferlið.

„Það er verið að sameina fjórar ferjur undir einu merki til þess að einfalda miðasölu,“ segir Ólafur og bætir við að engar breytingar hafi átt sér stað á rekstrarfyrirkomulagi fyrirtækjanna. Herjólfur heyrir því aðeins undir Sæferðir þegar kemur að miðasölu.

Ólafur segir heimasíðu Sæferða einnig notendavænni og nútímalegri en heimasíðu Herjólfs. „Við vonumst til þess að þetta hjálpi farþegum og einfaldi ferlið,“ segir Ólafur að lokum.

Akranes siglir á milli Reykjavíkur og Akraness.
Akranes siglir á milli Reykjavíkur og Akraness. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK