Morgundagur úrskurðaður gjaldþrota

Fréttatíminn kom síðast út 7. apríl. Mynd úr safni.
Fréttatíminn kom síðast út 7. apríl. Mynd úr safni.

Morgundagur ehf., útgáfufélag Fréttatímans, hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Það var gert 28. júní síðastliðinn en greint er frá því í Lögbirtingablaðinu í dag. Skiptafundur fer fram 14. september.

Mbl.is greindi frá því í byrjun maí að tekin hefði verið ákvörðun um að setja félagið í þrot en þá höfðu enn ekki allir starfsmenn blaðsins fengið greidd laun fyrir marsmánuð.

Síðasta tölublað Fréttatímans kom út 7. apríl. Tilraunir til að endurskipuleggja reksturinn og endurreisa blaðið báru ekki árangur að sögn Valdimars Birgissonar, framkvæmdastjóra Fréttatímans, í samtali við mbl.is í maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK