Volvo hættir með hefðbundnar bílvélar

Höfuðstöðvar Volvo í Gautaborg.
Höfuðstöðvar Volvo í Gautaborg. Wikipedia

Allir bílar Volvo bílaframleiðandans verða framleiddir með rafmagnsmótor frá og með árinu 2019. Volvo, sem lengi hefur verið ein af táknmyndum sænskrar velgengni en er nú í eigu Kínverja, er fyrsti framleiðandinn af hefðbundnum bílum sem tilkynnir að hann muni hætta að framleiða hefðbundna sprengihreyfils bílvélar.

BBC segir Volvo hafa tilkynnt að fimm gerðir bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni verði settir á markað á árabilinu 2019-2021, sem og fjöldi tvinnbíla. Volvo mun þó ekki hætta strax framleiðslu á eldri gerðum bíla með hefðbundnum sprengihreyfils vélum.

Geely, hinn kínverski eigandi Volvo, hefur í rúman áratug unnið að aukinni þróun rafbíla og vonast fyrirtækið til að hafa selt eina milljón rafbíla fyrir árið 2025.

„Þessi tilkynning markar endalok bíla sem eru eingöngu með sprengihreyfils vél,“ hefur BBC eftir Håkan Samuelsson, forstjóra bílaframleiðsludeildar Volvo. „Æ fleiri vilja rafmagnsbíla og við viljum bregðast við núverandi og framtíðar þörfum viðskiptavina okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK