Tóbakssala dregst saman

Sala á neftóbaki er heldur minni það sem af er …
Sala á neftóbaki er heldur minni það sem af er árinu en á sama tímabili í fyrra. mbl.is/Jim Smart

Sala á áfengi gegnum ÁTVR var meiri fyrri hluta ársins en á sama tímabili í fyrra þótt þá hafi verið um metár að ræða.

Sala á sígarettum heldur hins vegar áfram að dragast saman og nam samdrátturinn á fyrri hluta ársins nærri 9,6% borið saman við fyrri hluta ársins 2016.

Uppsöfnuð áfengissala frá janúar til júní í ár er tæplega 600 þúsund lítrum meiri en á sama tíma í fyrra og er um 6,3% aukningu að ræða. „Skýringin er kaupmáttaraukning, en aðrir þættir eins og gott veður og fjölgun ferðamanna geta líka haft áhrif til aukningar,“ segir Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri hjá ÁTVR í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK