Hafa lánað tæpa 53 milljarða

Met var slegið í mars í íbúðarlánum.
Met var slegið í mars í íbúðarlánum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ný útlán lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga halda stöðugt áfram að aukast. Þannig námu ný útlán sjóðanna á fyrstu fimm mánuðum ársins tæpum 53 milljörðum króna í 2.838 samningum, samanborið við rúman 31 milljarð í 1.987 samningum fyrstu fimm mánuði síðasta árs.

Nemur aukningin ríflega 70% milli samanburðartímabila. Í maí síðastliðnum lánuðu sjóðirnir 12,5 milljarða og er það næsthæsta upphæð sem runnið hefur frá sjóðunum í einum mánuði.

Met var slegið í mars síðastliðnum þegar þeir lánuðu ríflega 13,5 milljarða, að þvíæ er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK