Kaupir keppinautinn fyrir 660 milljarða

Ef kaupin ganga í gegn verður Cosco þriðja stærsta skipaflutningafyrirtæki …
Ef kaupin ganga í gegn verður Cosco þriðja stærsta skipaflutningafyrirtæki heims með rúmlega 400 skip á sínum vegum. AFP

Kínverski skipaflutningarisinn Cosco stefnir nú að því að kaupa keppinaut sinn, skipaflutningafélagið OOIL, og greiða fyrir það 6,3 milljarða Bandaríkjadala eða því sem nemur 660,8 milljörðum íslenskra króna.

Ef kaupin ganga í gegn verður Cosco þriðja stærsta skipaflutningafyrirtæki heims með rúmlega 400 skip á sínum vegum. 

OOIL er frá Hong Kong og meirihlutaeigandi félagsins hefur samþykkt tilboð Cosco sem þarf þó enn samþykki eftirlitsaðila. Mikið hefur verið um samruna í skipaflutningum en ef kaupin ganga í gegn verður Cosco með þeim sex skipaflutningafyrirtækjum sem stjórnar næstum því 2/3 af markaðinum.

Dótturfélagð OOIL, OOCL, er í dag sjöunda stærsta skipaflutningafyrirtæki heims með 3,2% markaðshlutdeild. Cosco býður OOIL 10,07 Bandaríkjadali fyrir hvern hlut í fyrirtækinu sem er 38% hærra en bréf OOIL voru við lokun markaða á föstudaginn.

OOIL var stofnað af Tung Chee-hwa og fjölskylda hans á í dag 69% hlut í fyrirtækinu.

BBC segir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK