Byggðu sólarorkuver í laginu eins og pandabjörn

Pandan þekur tæpa 250 akra af landi.
Pandan þekur tæpa 250 akra af landi. Af vef China Merchants New Energy

Nýtt sólarorkuver í kínverska héraðinu Datong hefur vakið athygli en það er í laginu eins pandabjörn séð ofan frá. Verið þekur 248 ekrur af landi, eða sem nemur um 100 hekturum, og var reist af fyrirtækinu China Merchants New Energy Group. Um er að ræða fyrsta áfanga sólarorkuversins og kláruðust framkvæmdir 30. júní. Seinna á árinu á síðan að reisa annað sólarorkuver, sem verður líka eins og pandabjörn í laginu. 

Verið er kallað „Pönduorkuverið“ og mun geta framleitt 3,2 milljarða kílówatta á 25 árum að sögn fyrirtækisins. Með því kemur verið í staðinn fyrir um það bil milljón tonn af kolum sem hefðu annars verið notuð til þess að búa til rafmagn og myndi útblásturinn nema 2,74 milljónum tonna.

Pönduorkuverið varð að veruleika með samstarfi China Merchants New Energy Group og þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Verkefnið er hluti af stærra markmiði um að skapa umræðu  meðal ungs fólks í Kína um hreina orku að sögn UNDP. Stefnt er að því að byggja fleiri pönduorkuver í Kína á næstu fimm árum.

Umfjöllun Business Insider.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK