Verður rifið sem allra fyrst

Húsnæðið hefur staðið autt frá því í janúar.
Húsnæðið hefur staðið autt frá því í janúar. mbl.is/Golli

Húsið sem áður hýsti kaffihúsið Systrasamlagið á Seltjarnarnesi verður rifið sem fyrst en það hefur staðið autt síðan í lok janúar. Rýmið er um 50 fermetrar og stendur við líkamsræktarstöðina World Class við Suðurströnd.

Í skriflegu svari Ásgerðar Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnarness, við fyrirspurn mbl.is kemur fram að það standi til að fjarlægja húsið sem allra fyrst en leigusamningur þess rann út árið 2014. Að sögn Ásgerðar verður svæðið síðan endurhannað og breytt með tilliti til fjölgun bílastæða.

Kaffihúsið Systrasamlagið var í húsnæðinu í um þrjú og hálft ár en flutti þaðan á Óðinsgötu í Reykjavík í vetur.

Það vakti mikla athygli þegar eigendur Systrasamlagsins tilkynntu flutningana og sögðu þá helst vegna skipulagsmála hjá Seltjarnarnesbæ og samþykktar frá árinu 2007 um að rífa húsið og gera þar bílakjallara. Þar af leiðandi vildi bæjarfélagið ekki leigja húsnæðið út nema til árs í senn og að sögn eigendanna olli það því að viðhald á húsnæðinu sat á hakanum og því ákváðu eigendurnir, systurnar Guðrún og Jó­hanna Kristjáns­dætur, að flytja kaffihúsið. 

Fregnir af flutningunum vöktu mikla óánægju meðal íbúa Seltjarn­ar­ness og annarra viðskipta­vina Systra­sam­lags­ins og var m.a. safnað undirskriftum þar sem þess var óskað að kaffi­húsið yrði áfram á Nes­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK