Synjað um 220 milljóna kyrrsetningu

Í Klettagörðum er tekið á móti brotajárni og málmum.
Í Klettagörðum er tekið á móti brotajárni og málmum. Ómar Óskarsson

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Sindraportsins hf. um kyrrsetningu eigna Hringrásar hf. til tryggingar kröfu að fjárhæð tæpra 220 milljóna króna var synjað.  

Áður hefur verið greint frá því á mbl.is að viðræður væru hafn­ar milli Faxa­flóa­hafna og Sindra­ports um að fyr­ir­tækið flytti starf­semi sína úr Kletta­görðum. 

Fyrir tveimur og hálfu ári keypti Hringrás, sem var þá óstofnað hlutfélag, rekstur og eignir sem tengdust starfsemi Sindraportsins, sem áður hét Hringrás, fyrir endurvinnslu brotajárns og móttöku spilliefna. Kaupsamningurinn er rakinn í dómi hæstaréttar.

GMR endurvinnslan ehf. átti 100% hlut í Hringrás en með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í janúar 2017 var bú GMR endurvinnslunnar ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Með beiðni til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu krafðist sóknaraðili kyrrsetningar á eigum gerðarþola til að tryggja fullnustu kröfu að fjárhæð fjárhæð 219.714.953 krónur.

Sýslumaður synjaði kyrrsetningu og taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að fjárhagsstaða Hringrásar færi versnandi eða væri að öðru leyti með þeim hætti að stefndi hagsmunum sóknaraðila í hættu og drægi úr líkum á því að fullnusta tækist síðar.

Staðfesti héraðsdómur ákvörðun sýslumanns og Hæstiréttur hefur nú staðfest úrskurð héraðsdóms. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK