Þörf á aðgerðum við Djúpalónssand

Aðstaða rútna og bíla við Djúpalónssand er talsvert vandamál.
Aðstaða rútna og bíla við Djúpalónssand er talsvert vandamál. Ljósmynd/Friðrik Brekkan

Hin mikla fjölgun gesta í Snæfellsjökulsþjóðgarð hefur ekki enn komið fram í auknu rekstrarfé til þjóðgarðsins, segir Jón Björnsson þjóðgarðsvörður í samtali við Morgunblaðið.

Sést dæmi um það á veginum að Djúpalónssandi og bílastæðaaðstöðu við sandinn. Þar skapast oft mikið umferðaröngþveiti vegna þeirra fjölmörgu ökutækja sem þar eiga leið um.

Umhverfisstofnun fer með forræði bílastæðisins en Vegagerðin á veginn að sandinum, að sögn Jóns. Hann segir að bílastæðaaðstaða og vegurinn að Djúpalónssandi hafi lengi verið í umræðunni hjá þjóðgarðinum. „Þjóðgarðurinn er á föstum fjárlögum og fær því ákveðið fjármagn til framkvæmda og viðhalds á hverju ári. Það hefur hins vegar ekki dugað til í þessu ákveðna máli,“ segir Jón um slæmt ástand bílaaðstöðu við sandinn. Aðstaðan sé nú þegar orðin að vandamáli sem aðeins mun versna ef aðsókn eykst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK