Dagvörur og föt tekin úr vísitölunni

Hagar sjá ekki hag sinn í að senda rannsóknarsetrinu gögn …
Hagar sjá ekki hag sinn í að senda rannsóknarsetrinu gögn fyrir smásöluvísitöluna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rannsóknarsetur verslunarinnar þarf að leggja niður þann hluta smásöluvísitölunnar sem mælir veltu dagvara og klæða í kjölfar ákvörðunar Haga um að hætta þátttöku í ís­lensku smá­sölu­vísi­töl­unni. Þetta segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. 

Greint var frá því í Morg­un­blaðinu í dag að Hagar hefðu til­kynnt Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­inn­ar um að taka ekki leng­ur þátt í ís­lensku smá­sölu­vísi­töl­unni. Forstjóri Haga segir að þátttaka þjóni ekki hagsmunum fyrirtækisins. 

„Við höfum ekki meira í höndunum en tilkynninguna frá þeim um að þetta samræmis ekki hagmunum þeirra,“ segir Emil. Hann segir að ákvörðun Haga hafi aðeins áhrif á dagvörur og föt, aðrir þættir vísitölunnar verði áfram til staðar, til að mynda byggingarvörur, húsgögn og áfengi.

„Hagar eru með það stóra markaðshlutdeild í dagvörunni að mælingin yrði marklaus og fyrirtækið hefur verið með í vísitölunni í 15 ár.“

Emil segir að smásöluvísitalan gefi fyrstu vísbendingar um neyslubreytingar, hvort sem um er að ræða aukningu eða samdrátt. Slíkar upplýsingar hafi bæði nytsemi fyrir fyrirtækið sjálft og greiningaraðila. Spurður hvort að ákvörðun Haga leiði til þess að hægja muni á upplýsingaöflun og upplýsingaflæði á veltu á smásölumarkaði svarar Emil játandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK