Verð notaðra bíla að lækka

Verð notaðra bíla er háð verði nýrra bíla og afskriftum …
Verð notaðra bíla er háð verði nýrra bíla og afskriftum samkvæmt notkun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Markaður með notaða bíla er að leiðréttast. Verðið var of hátt og allir aðilar á markaði voru sammála um að það myndi lækka á einhverjum tímapunkti,“ segir Haraldur Ólafsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ergo í samtali við ViðskiptaMoggann en verð á notuðum bílum hefur farið lækkandi að undanförnu.

Hann segir hátt verðlag á notuðum bílum hafa orðið til þess að Ergo hafi ekki freistað þess að hækka hámark lánshlutfalla þó að heimildir séu til þess. Hann bætir við að verðlækkunin undanfarið hafi haft þau áhrif að lítið sem ekkert standi eftir af eigin fé þeirra sem tóku lán í hæstu hlutföllum sem bjóðast á markaði.

„Það sem hefur gerst er að bílarnir koma jafnar inn yfir árið þannig að þrýstingurinn hefur minnkað. Að því sögðu erum við enn að sjá mesta þungann koma inn á haustin,“ segir Haraldur.

Greint hefur verið frá fjölgun bílaleigubíla í Morgunblaðinu, en í maí nam fjölgunin 19,4% milli ára. Þar sem fjöldi ferðamanna er árstíðabundinn hefur tíðkast að talsvert magn nýlegra bíla komi á markað á haustin þegar dregur úr viðskiptum hjá bílaleigum og að sögn Haralds hefur áhrifanna gætt í útlánatölum hjá Ergo.

„Maður sá í útlánatölum hjá okkur að neytendur voru byrjaðir að bíða eftir að haustbílarnir kæmu á markaðinn.“

Skýra má stöðuna á markaðnum fyrir notaða bíla þannig að bílaleigur hafi í nokkur ár, lauslega frá 2009 til 2012, keypt megnið af nýju bílum sem komu til landsins og framboðið á nýlegum, notuðum bílum var í takt við það. Nú hefur hins vegar orðið viðsnúningur á þróuninni eftir því sem hlutur einstaklinga og fyrirtækja í kaupum á nýjum bílum hefur stækkað.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK