Neymar vegur þungt í bjórdósum

Brasilíska knattspyrnustjarnan Neymar var nýlega keyptur til PSG í Frakklandi á 222 milljónir punda sem jafngilda rúmlega 27 milljörðum króna. Upphæðin er svimandi há og markar þáttaskil á leikmannamarkaðinum en til þess að setja hana í samhengi getur hjálpað að reikna hvað PSG hefði annars getað gert við peninginn. 

Nýjan Mercedes-Benz-bíl, sem er af gerðinni S og knúinn af bensíni, er hægt að fá á um 14 milljónir króna. Í stað þess að kaupa Neymar hefðu eigendur PSG getað keypt 1.928 lúxusbíla. 

Greint var frá því í júní að HB Grandi hefði lagt inn pöntun fyrir 81 metra löng­um og 17 metra breiðum frysti­tog­ara. Samningsverðið er 4,9 milljarðar sem þýðir að Neymar er virði fimm og hálfs togara. 

Boeing 737-700 farþegaþota er nokkuð dýrari en togari, hún kostar um 10 milljarða íslenskra króna. Fyrir andvirði Neymar er því hægt að kaupa tvær farþegaþotur og nota restina, sjö milljarða, í rekstarkostnað. 

Ekki er víst að eigendur PSG hefðu áhuga á að eignast bílaflota, togara eða farþegaþotur. Þess í stað hefðu þeir getað fjárfest í íslenskum hlutabréfum. Fyrir 27 milljarða í Kauphöllinni færðu allt hlutaféð í Tryggingarmiðstöðinni og tæplega helmingshlut í Skeljungi með. Einnig er hægt að kaupa Nýherja tvisvar eða 43% hlut í Eimskipafélagi Íslands.

Neymar, sem er 25 ára gamall og hefur verið á mála hjá stórliði Barcelona í fjögur ár, vegur þungt í bjórdósum. Ein 0,5 lítra dós af Egils gull kostar 369 krónur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. PSG gæti keypt rúmlega 73 milljónir dósa af Egils gulli, eða 36,5 og milljón lítra. Þannig gæti franska liðið gefið hverjum íbúa Frakklands bjór, líka hverjum Normanni og átt nokkur hundruð þúsund bjórdósa eftir. 

Með öðrum orðum væri hægt að fylla aðallaugina í Breiðholtslaug tæplega 73 sinnum af bjór. 

Neymar er langdýrasti knattspyrnumaður í heimi.
Neymar er langdýrasti knattspyrnumaður í heimi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK