Aldrei fleiri farþegar í einum mánuði

Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega í einum mánuði. Aftur …
Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega í einum mánuði. Aftur á móti var örlítill samdráttur í innanlandsflugi frá fyrra ári og seldum gistinóttum á hótelum félagsins fækkaði einnig. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Icelandair flutti rúmlega 540 þúsund farþega í millilandaflugi í júlímánuði og voru þeir um 10% fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 489 þúsund. Þetta er mesti farþegafjöldi Icelandair í einum mánuði frá stofnun félagsins. Sætanýtingin batnaði einnig milli ára og var 88,4% í ár á móti 87,5% í fyrra.

Þegar árið í heild hingað til er skoðað hefur félagið flutt tæplega 2,3 milljónir farþega í millilandaflugi á móti 2 milljónum á sama tíma í fyrra. Er það 13% aukning á fyrstu sjö mánuðum ársins.

Farþegar Air Iceland Connect voru tæplega 37 þúsund í júlí og fækkaði um 1% á milli ára. Framboð félagsins jókst um 2% samanborið við 2016. Sætanýting nam 69,7% og lækkaði um 1,4 prósentustig á milli ára. Yfir árið í heild hefur farþegum þó fjölgað úr 185 þúsund á sama tíma í fyrra í 197 þúsund í ár. Er það aukning um 6%.

Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 15% á milli ára.  Fraktflutningar jukust um 41% frá því á síðasta ári, sem skýrist af aukningu í innflutningi til Íslands og flutningum um Ísland á milli Evrópu og N-Ameríku.

Fjöldi seldra gistinótta á hótelum félagsins fækkaði um 4% á milli ára. Herbergjanýting var 87,4% samanborið við 90,8% í júlí í fyrra. Yfir árið hingað til hefur seldum gistinóttum fjölgað um 9% en framboðnar gistinætur hafa aukist um 10%. Hefur herbergjanýting lækkað um 0,5% milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK