Gefa vænan afslátt í skiptum fyrir dísilbílinn

Volkswagen reynir að bæta fyrir svindl á útblástursprófunum.
Volkswagen reynir að bæta fyrir svindl á útblástursprófunum. AFP

Bílasmiðurinn Volkswagen býður viðskiptavinum sínum í Þýskalandi afslátt upp á 10 þúsund evrur ef þeir setja gamlan dísilbíl upp í nýjan. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að markmiðið sé að leggja sitt af mörkum til þess að bæta loftgæði. 

Greint er frá málinu á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC

Aðrar bíltegundir sem bílasmiðurinn framleiður, meðal annarra Porsche, Audi og Skoda, munu bjóða álíka afslátt. Þá verður aukalegur afsláttur að virði 1.000-2.380 fyrir þá sem kaupa nýjan rafmagnsbíl eða blendingsbíl. Afslættirnir gilda út árið. 

Dísilbílar hafa verið í kastljósinu vegna útblásturs á köfnunarefnissýringi. Fyrir tveimur árum flæktist Volkswagen í hneykslismál þegar í ljós kom að fyrirtækið hafði staðið í víðtæku svindli á útblástursprófunum sem náði til 11 milljóna bíla. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir