Stjórnin kom í veg fyrir sölu

Snæbjörn Arngrímsson.
Snæbjörn Arngrímsson.

Í apríl síðastliðnum lauk samningaviðræðum á milli danska útgáfufélagsins Hr. Ferdinand, sem er í eigu Snæbjörns Arngrímssonar og eiginkonu hans Susanne Torpe, og erlends útgáfufélags, með því að þau samþykktu gott tilboð í félagið. Þegar stjórn erlenda félagsins fundaði um kaupin gekk salan til baka.

„Stjórn forlagsins erlenda hélt fund um kaupin og komst að þeirri niðurstöðu að þeir væru bara alls ekki tilbúnir að fara inn í Danmörku. Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir okkur. Þarna var ég kominn með hugann út úr bransanum og við hugsuðum okkar ráð. Við ákváðum að hringja í Politiken sem höfðu áður sýnt áhuga á að kaupa okkur og spurðum hvort þau hefðu áhuga núna og þau sögðu að það kæmi nú aldeilis vel til greina. Við ræddumst við fram í júlí og náðum þá saman. Verðið er trúnaðarmál, en við fengum það sem við vildum,“ sagði Snæbjörn.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK