Banna Uber í Filippseyjum

Fólk á göngu í Manila, höfuðborg Filippseyja. Nú er ekki …
Fólk á göngu í Manila, höfuðborg Filippseyja. Nú er ekki hægt að fá þjónustu Uber í landinu í einn mánuð. AFP

Starfsemi leigubílaþjónustunnar Uber hefur verið hætt í Filippseyjum eftir fyrirskipun stjórnvalda. Stjórnvöld í landinu skipuðu fyrirtækinu í gær að hætta starfsemi sinni í Filippseyjum í einn mánuð og Uber hlýddi. Klukkustundum síðar var starfsemin þó aftur komin í gang eftir að Uber áfrýjaði ákvörðun yfirvalda. Það entist þó aðeins í nokkrar klukkustundir þar sem áfrýjuninni var hafnað.

Forsvarsmenn Uber sögðust í tilkynningu vera vonsviknir yfir banninu og sögðust hlakka til að leysa málið.

Uber hefur átt erfitt síðustu mánuði og þurfti til að mynda framkvæmdastjóri og stofnandi Uber að segja af sér í júní. Viðskiptavinir Uber lýstu yfir óánægju sinni með að þjónustan væri horfin úr landinu á samfélagsmiðlum og sögðu Uber mun betra en aðrar leigubílaþjónustur í höfuðborginni Manila.

Uber komst í vandræði í Filippseyjum eftir að fyrirtækið hélt áfram að bæta við nýjum bílstjórum í landinu þrátt fyrir að yfirvöld hefðu hætt að veita umboð til leigubílastarfsemi vegna endurskoðunar á reglum.

Í síðasta mánuði voru Uber og samkeppnisaðilinn Grab sektuð og skipað að hætta að fá inn nýja bílstjóra. Að sögn yfirvalda virti Grab fyrirskipunina en Uber ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK