Velta LS Retail hefur tífaldast

LS Retail hefur vaxið ört síðan Magnús Norðdahl settist í …
LS Retail hefur vaxið ört síðan Magnús Norðdahl settist í forstjórastólinn mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Síðan Magnús Norðdahl settist í forstjórastól LS Retail í desember 2010 hefur velta félagsins tífaldast og starfsmönnum fjölgað úr 40 í 250.

Þannig má segja að fimm ára áætlun Magnúsar um tíföldun veltu hafi gengið upp, en hann lagði fram áætlunina gegn því að fyrirtækið yrði látið í friði að því leyti að það yrði ekki selt strax, ekki tekinn út arður og ekkert hlutafé lagt inn, að því er fram kemur í samtali við Magnús í ViðskiptaMogganum í dag.

Viðskiptavinir LS Retail eru rúmlega 4.100 talsins og hugbúnaðurinn notaður í yfir 66.000 verslunum og veitingastöðum í 120 löndum. Þó ekki fari mikið fyrir LS Retail frá degi til dags er hugbúnaður sem fyrirtækið þróar notaður daglega af milljónum manna til að afgreiða tugi milljóna manna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK