Costco ekki haft teljandi áhrif á N1

N1 selur meira af bensíni úti á landi en á …
N1 selur meira af bensíni úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Samdrátt hagnaðar hjá N1 má fremur rekja til gengisbreytinga og olíuverðs en tilkomu Costco á markaðinn. Þetta kom fram á uppgjörsfundi N1 sem fór fram í höfuðstöðvum fyrirtækisins í morgun. 

Greint var frá því að hagnaður N1 á öðrum ársfjórðungi hefði dregist saman um 38% milli ára. Þá dróst framlegð af vörusölu saman um 8%. 

Á fundinum sagði Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri N1, að áhrif Costco væru teljandi lítil í uppgjörinu. Hann sagði að ef ekki hefði verið fyrir styrkingu krónunnar hefði fyrirtækið horft fram á hagnaðaraukningu og bendir á að sala á bensíni í smásölu hefði aukist um 5,5% milli ára. 

Þá leiddi hann líkur að því að ferðamenn færu styttri ferðir en áður og vísaði til misræmis sem gætir í umferðartölum og sölu á bensíni. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra jókst umferð um 11,5% og salan um 10% en á þessum ársfjórðungi jókst salan aðeins um 5,5% þrátt fyrir 11,4% aukningu í umferð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK