Vildu afhenda Arion

Paul Copley, forstjóri .
Paul Copley, forstjóri . mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Eigendur Kaupþings vildu afhenda ríkinu Arion banka sem hluta af stöðugleikaskilyrðunum árið 2015 en ekki varð af því.

„Þetta er pólitísk ákvörðun og ríkisstjórnin sem nú situr vill selja sinn hlut í bankanum og út frá því vinnum við. Þeir hefðu getað þjóðnýtt bankann á sínum tíma, þeim var boðið það. Ég er maður sem leysi upp þrotabú. Ef þeir vilja nú fara aðra leið ættum við að ræða það og gera það, en miðað við núverandi stefnu, sem er að selja bankann, vil ég gera það á sem átakaminnstan hátt í góðu samstarfi við alla,“ segir Paul Copley, forstjóri Kaupþings, í samtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Copley segir að þegar hann hóf störf hjá Kaupþingi í apríl á síðasta ári hafi verið í skoðun að hafa frumútboð á stórum hluta af hlut Kaupþings í Arion banka. Hann segir að hætt hafi verið við það eftir að Panama-skjölin voru birt og stjórnarskipti urðu í kjölfarið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK