Ný stjórn hjá Solid Clouds

Grafík/Solid Clouds

Á aðalfundi íslenska leikjaframleiðandans Solid Clouds var kosin ný stjórn en þar sitja meðal annarra fyrrverandi forstjórar CCP og Straums fjárfestingabanka, einn af stofnendum Betware og framkvæmdastjóri GreenQloud. 

Í stjórninni sitja Sigurður Arnljótsson, fyrrverandi forstjóri CCP og núverandi fjárfestingarstjóri Brunns vaxtarsjóðs, Ólafur Andri Ragnarsson, kennari við tölvunarfræðideild HR og einn af stofnendum Betware, Jakob Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, Tómas Sigurðsson, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, Svanhvít Friðriksdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn WOW air og er samskiptastjóri flugfélagsins, Jón Þorgrímur Stefánsson, framkvæmdastjóri GreenQloud og Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri RECON.   

Solid Clouds er að framleiða tölvuleikinn Starborne sem er þrívíður herkænskuleikur í geimnum sem er spilaður í rauntíma af þúsundum spilara á risastóru stöðukorti gegnum tölvu og snjalltæki. Nokkrir af upphaflegum hönnuðum EVE Online og fjárfestum úr CCP koma að verkinu. 

Í fréttatilkynningu um stjórnarkjörið er haft eftir Stefáni Gunnarssyni framkvæmdastjóra að í október verði langstærsti prófunarfasinn til þessa þar sem fimm þúsund spilurum alls staðar að úr heiminum verði boðið að prófa leikinn en hann verður gefinn út á næsta ári. 

Stefán Gunnarsson framkvæmdastjóri með Starborne solid clouds-teikningu.
Stefán Gunnarsson framkvæmdastjóri með Starborne solid clouds-teikningu. Þóroddur Bjarnason
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK