Starfsmenn virði uppsagnarfrest

Samtök atvinnulífsins eru til húsa í Húsi atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins eru til húsa í Húsi atvinnulífsins. Ófeigur Lýðsson

Borið hefur á því að undanförnu að starfsmenn segi upp störfum án þess að virða samningsbundinn uppsagnarfrest og getur það valdið vinnuveitendum miklu fjárhagslegu tjóni. Þetta kemur fram í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins

Þar segir að tjónið sé sérstaklega mikið þegar atvinnuleysi mælist lágt og erfitt er að fá fólk til starfa með skömmum fyrirvara. 

Enn fremur segir að í kjarasamningum séu ákvæði um uppsagnarfrest sem vinnuveitendum og starfsmönnum sé skylt að virða. Neiti starfsmaður að virða uppsagnarfrestinn sé hann skaðabótaskyldur gagnvart vinnuveitanda og geti bótakrafa numið launum upp að hálfum uppsagnarfresti. 

Þá sé vinnuveitanda heimilt að draga bótakröfu frá launum en skaðabótaskyldan sé þó ekki til staðar í þeim tilvikum sem vinnuveitandi hefur gerst sekur um alvarlegt brot gagnvart starfsmanni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK