Fasteignaverð hækkar hraðar í bæjum en borg

Mestar hækkanir á fasteignaverði hafa verið í Reykjanesbæ.
Mestar hækkanir á fasteignaverði hafa verið í Reykjanesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi

Fasteignaverð í stærri bæjum á landsbyggðinni hefur hækkað mun meira en í Reykjavík á þessu ári. Þróunin til lengri tíma sýnir oft meiri hækkanir þar en á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Rýnt var í gögn Þjóðskrár til þess að bera saman hækkanir milli borgar og stærri bæja. Sé litið á breytinguna frá 2. ársfjórðungi 2016 til sama tíma 2017 hækkaði meðalverð  í Reykjavík um 23% á meðan það hækkaði um 48% í Reykjanesbæ og 24% á Akranesi.

Það sem af er 3. ársfjórðungi hefur verð hækkað minna í Reykjavík en í hinum bæjunum, en hafa ber í huga að endanlegar tölur eru ekki komnar fyrir 3. ársfjórðung í ár. Sveiflur í fasteignaverði eru meiri utan höfuðborgarsvæðisins vegna minni viðskipta, en þróunin til lengri tíma sýnir oft meiri hækkanir þar en á höfuðborgarsvæðinu.

Þá kom í ljós að sérbýli hefur hækkað meira en fjölbýli alls staðar nema á Akranesi. Hækkanir eru svipaðar á fjölbýli og sérbýli í Reykjavík og Árborg, en annars staðar er munurinn meiri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK