WOW air hefur flug til Dallas

WOW air fjölgar ört áfangastöðum í Bandaríkjunum.
WOW air fjölgar ört áfangastöðum í Bandaríkjunum.

WOW air hefur áætlunarflug til Dallas í Bandaríkjunum 23. maí næstkomandi og verður flogið þrisvar sinnum í viku. Dallas tilheyrir Texas-ríki og er þriðja stærsta borg ríkisins á eftir Houston og San Antonio. 

Í Dallas má meðal annars finna safn til heiðurs John F. Kennedy, The Sixth Floor Museum, en safnið er staðsett á efstu tveimur hæðunum þar sem Lee Harvey Oswald á að hafa hleypt af skotum og ráðið forsetann af dögum. Þá eiga íþróttaliðin Dallas Cowboys, Dallas Mavericks, Texas Rangers og Dallas Stars bækistöðvar í borginni. 

Flogið verður á Dallas/Fort Worth-flugvöllinn þrisvar sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum í Airbus A330 vél og er brottför frá Keflavík kl. 21:30. 

Síðla ágústmánaðar var greint frá því að WOW air hefði bætt við fjór­um nýj­um áfanga­stöðum í Banda­ríkj­un­um, St. Lou­is, Cinc­innati, Cleve­land og Detroit. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK