Reisa höfuðstöðvar fyrir hundruð milljarða

Jeff Bezos er stofnandi og forstjóri Amazon.
Jeff Bezos er stofnandi og forstjóri Amazon. AFP

Netverslunarrisinn Amazon tilkynnti í dag um leit að staðsetningu fyrir aðrar höfuðstöðvar í Norður-Ameríku. Uppbyggingin mun kosta allt að fimm milljarða Bandaríkjadala og þar munu starfa hátt í 50 þúsund manns á vegum Amazon. 

Greint er frá nýjasta útspila Amazon á fréttavef The New York Times

„Við búumst við að nýju bækistöðvarnar standi jafnfætis höfuðstöðvunum í Seattle,“ er haft eftir Jeff Bezos forstjóra í tilkynningu frá fyrirtækinu. Skilyrðin sem fyrirtækið setur eru að nýja staðsetningin sé á borgarsvæði sem hafi meira en milljón íbúa og að þar sé jákvætt viðhorf í garð fyrirtækja. 

Amazon hefur vaxið gríðarlega síðustu ár en þar starfa nú meira en 382 þúsund manns á heimsvísu. Í janúar hét fyrirtækið að skapa 100 þúsund störf í Bandaríkjunum á næstu 18 mánuðum. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK