Vefpressunni bjargað fyrir horn

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur áður átt hlut í Vefpressunni. …
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur áður átt hlut í Vefpressunni. Hann keypti 10% hlut við árslok 2014 þegar félagið keypti 70% hlut í DV. mbl.is/Kristinn

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður hefur ásamt hópi fjárfesta keypt Vefpressuna, sem meðal annars á DV og Eyjuna, fyrir um 400-500 milljónir króna. Um er að ræða hlutafjáraukningu sem rennur einkum til greiðslu opinberra gjalda og annarra skuldbindinga.

Fram kemur í umfjöllun um þetta mál í ViðskiptaMogganum í dag, að tollstjóri fór í gær fram á að DV yrði tekið til gjaldþrotaskipta ef ekki yrðu staðin skil á opinberum gjöldum sem námu yfir 350 milljónum króna, samkvæmt heimildum blaðsins. Með kaupum Sigurðar var staðið við þær skuldbindingar þegar nokkuð var liðið á gærdaginn.

Hermt er að Björn Ingi Hrafnsson, stofnandi Vefpressunnar og fyrrverandi borgarfulltrúi, hafi verið í sjálfskuldarábyrgðum og átti því mikið undir því að samstæðan yrði ekki gjaldþrota.

Fram hefur komið í Markaðnum að skuldir Vefpressunnar og DV hafi aukist undanfarna mánuði og nemi heildarskuldir samstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Þar af séu vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna.

Sigurður hefur áður fest kaup á hlut í Vefpressunni. Það var við árslok 2014 þegar tilkynnt var að hann hefði eignast 10% hlut eftir kaup þess á 70% hlut í DV.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK