Hyggjast selja Johansen Deli

Ámundi Óskar Johansen
Ámundi Óskar Johansen mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Til stendur að selja sérvörubúðina og veitingastaðinn Johan­sen Deli sem stendur við horn Borg­ar­túns og Þórunnartúns. Einn eigendanna segir að ástæðan sé aukin umsvif á öðrum sviðum. 

Þrír ættliðirn­ir reka Johan­sen Deli sem var opnuð vorið 2016. Þar hefur mátt finna bakk­elsi, bagu­ette-sam­lok­ur, ferskt kjöt­meti og ost­a svo eitthvað sé nefnt. 

Við erum með annan rekstur í gangi og það er erfitt að halda þessu öllu saman,“ segir Ámundi Óskar Johan­sen eigandi en auk Johansen Deli reka þeir Rúgbrauðsgerðina og Veislumiðstöðina. 

Ámundi segir að mikill áhuga sé fyrir staðnum en sé hann á einu fallegasta horninu í bænum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK